Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Einangrun

Andrei hefur manni fundist maður jafn einangraður hérna út í Atlandshafi eins og akkúrat núna. Það er lokað á okkur úr öllum áttum, vonandi gengur þetta hratt yfir, þetta getur ekki varað lengi.
mbl.is Nordea: Einungis um tímabundið ástand að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með sparisjóðinn?

Nú eru stóru bankarnir þrír allir komnir undir stjórn FME, hvar stendur Spron og hinir sparisjóðirnir í þessu máli? Það hefur ekkert verið minnst á þá, sitja þeir á einhverju gulli?
mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kona í bankastjórasæti

Þetta ætti nú að þagga niðrí feminustum sem halda að svona sé komið vegna þess að ekki hafi verið jafnréttis gætt í fjármálageiranum. Ég er nú svo barnaleg að halda að þeir sem teljast hæfastir í starfið séu valdir en ekki vegna hvers kyns viðkomandi er. Ekki myndi ég vilja vera valin í starf eingöngu vegna þess að ég er kona en ekki endalega hæfasti umsækjandinn.
mbl.is Nýi Landsbanki tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er blús

Gott hjá Bubba og rétt hjá honum að þetta er tíminn sem íslendingar þurfa að standa saman. Frábært framtak hjá þeim tónlistarmönnum sem þarna komu fram, held að fólki þurfi aðeins að fá að staldra við og slaka á, t.d. með því að fara á tónleika.
mbl.is Harmleikur allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mafíu peningar

Lán frá Rússlandi!!!

Er það eitthvað sniðugt, er það ekki bara eins og að leita á náðir litháeisku mafíunnar, þeir myndu nú líklega styðja okkur, eigandi útibú hérna og svona.

Það er alveg jafn súrealískt og allt annað hefur verið hérna undanfarið. Upplifunin er eins og vísindaskáldsaga gerð á árunum 1985-1990 um það hvernig lífið verður árið 2000 og e-ð. Siðmenning eins og við höfum hingað til fellur og survival of the fittest er það sem gildir úti á götunni, enginn treystir neinum og alger óreiða ríkir. Það eina sem vantar til að þetta verði nú ábyggilega að byrjun á lélegri bíómynd er veira eða baktería sem fellir helming jarðarbúa. 


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband