Mafíu peningar
7.10.2008 | 09:31
Lán frá Rússlandi!!!
Er það eitthvað sniðugt, er það ekki bara eins og að leita á náðir litháeisku mafíunnar, þeir myndu nú líklega styðja okkur, eigandi útibú hérna og svona.
Það er alveg jafn súrealískt og allt annað hefur verið hérna undanfarið. Upplifunin er eins og vísindaskáldsaga gerð á árunum 1985-1990 um það hvernig lífið verður árið 2000 og e-ð. Siðmenning eins og við höfum hingað til fellur og survival of the fittest er það sem gildir úti á götunni, enginn treystir neinum og alger óreiða ríkir. Það eina sem vantar til að þetta verði nú ábyggilega að byrjun á lélegri bíómynd er veira eða baktería sem fellir helming jarðarbúa.
![]() |
Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rússagrýlan enn á lífi! Ekki hefur ammríska mafían - né hinar - enn sent samennúðarkort. Nú senda Rússar sent væna líflínu. Ertu hrædd um að þetta svekki kannski Davíð?
H G, 7.10.2008 kl. 10:00
Nei hef engar áhyggjur af Davíð, meiri áhyggjur af því hvað hangi á þræðinum hjá Rússum, nú eiga þeir ekki marga bandamenn hérna í vestri, viljum við virkilega eiga eitthvað óuppgert við rússana, virkilega???
Moderator, 7.10.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.